Tómas Johannessen sem er 16 ára gamall leikmaður í Gróttu er byrjaður að æfa með Breiðablik. Kristján Óli Sigurðsson sagði frá í Þungavigtinni.
Tómas er gríðarlegt efni og var með betri leikmönnum í Lengjudeildinni í sumar.
Tómas er öflugur miðjumaður sem skoraði fimm mörk í sumar í Lengjudeildinni en Blikar eru sagðir skoða það að kaupa hann.
Tómas hefur spilað 15 landsleiki fyrir U-17 ára landlið Íslands en Halldór Árnason er nýr þjálfari Breiðabliks.
Halldór hefur áður verið í starfi hjá Gróttu og gæti því þekkt vel til Tómasar.