fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun: Líkbrennsluofn í miðjum óbyggðum var enn heitur

Pressan
Föstudaginn 20. október 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofbeldisaldan sem gengið hefur yfir Mexíkó á undanförnum árum hefur leitt af sér samtökin Madres Buscadoras.

Um er að ræða samtök mæðra sem leita að börnum sínum sem horfið hafa sporlaust og grunur leikur á að glæpaklíkur hafi komið fyrir kattarnef.

Á dögunum voru samtökin við leit í Jalisco og er óhætt að segja að fulltrúar hópsins hafi gert óhugnanlega uppgötvun. Í miðjum óbyggðum gengu mæðurnar fram á líkbrennsluofn sem grunur leikur á að hafi verið notaður til að brenna lík og losna þannig við þau. Var ofninn enn heitur þegar lögregla kom á vettvang.

„Þetta var eins og grafreitur og við getum ekki ímyndað okkur hversu mörg lík hafa verið brennd þarna. Það voru bein út um allt,“ segir fulltrúi samtakanna við mexíkóska fjölmiðla sem Daily Star vitnar til.

Rannsókn á málinu stendur yfir en grunur leikur á að ónefnd glæpasamtök hafi notað staðinn til að losa sig við lík. Ljóst er að mikil vinna er framundan við að bera kennsl á beinin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu