Chloe átti von á að hann myndi hafa samband til að bjóða henni á alvöru stefnumót en skilaboðin sem hún fékk daginn eftir voru allt annars eðlis.
Í staðinn fyrir að bjóða henni út sendi maðurinn, sem heitir Danny, henni reikning fyrir drykkjunum sem hann keypti fyrir hana kvöldið áður.
Ástæðan? Jú, hann vildi fá greitt fyrir drykkina af því að þau höfðu ekki farið heim saman um kvöldið og stundað kynlíf. „Getur þú millifært fyrir drykkina sem ég keypti handa þér í gærkvöldi? Við fórum ekki saman heim og þess vegna var þetta ekki fyrirhafnarinnar virði,“ skrifaði hann til hennar.
Mirror segir að Chloe hafi brugðið nokkuð við þetta og grínast með að nú væri hún opinberlega hætt að fara út á lífið. Tíst hennar um málið hefur vakið mikla athygli og hafa tugir þúsunda líkað við það og endurtíst.