fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Jennifer ekki hress með tíð stopp eiginmannsins á McDonald´s

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Lopez söngkona með meiru virðist allt annað en ánægð með tíð stopp eiginmannsins Ben Affleck á McDonald’s. DailyMail greinir frá að Affleck hafi stoppað á miðvikudag á skyndibitastaðnum, og það sé fjórða skiptið sem hjónin komi þar við í þessum mánuði. 

Á myndaröð má sjá að Lopez stekkur varla bros meðan eiginmaðurinn vippar sér úr bílnum og í bílalúguna til að sækja „take away„ pokann sinn. Hver yrði líka ekki fúl yfir að vera á ströngu mataræði og mega ekki borða franskar? 

Affleck alsæll með pokann sinn.

Líkami Lopez er vörumerki hennar, auk hæfileika hennar í söng, dansi, leik, viðskiptum og fleira, og lét hún meðal annars tryggja á sér afturendann um árið. Í vikunni birtist auglýsingaherferð sem hún sat fyrir í fyrir ítalska undirfatamerkið Intimissimi. Um er að ræða samstarf Lopez og undirfatamerkisins og heitir línan THIS IS ME…NOW líkt og níunda plata Lopez sem kemur út í desember.

Eins og sjá má er Lopez sem er 54 ára í fantaformi, enda hefur hún margoft rætt opinskátt um hvernig hún heldur líkamanum í formi með hollu mataræði og mikilli hreyfingu, með aðstoð einkaþjálfara. Lopez opnaði sig nýlega um að hún hefði verið óörugg með líkama sinn, eftir fæðingu tvíburanna Max og Emme árið 2008.

„Ég hitti Tracy [einkaþjálfara] rétt eftir að ég eignaðist tvíburana mína. Ég hringdi í hana á þeim tíma þegar ég var óörugg og óviss og velti því fyrir mér hvort ég myndi nokkurn tíma komast aftur í það form sem ég var áður í, eitthvað sem margar nýbakaðar mæður hugsa. Tracy kom inn í líf mitt og hjálpaði mér að faðma nýja mig og hjálpa mér að vera og átta mig á því að ég gæti verið sterkari en ég hafði nokkurn tíma verið áður.“

Hjónin héldu upp á eins árs brúðkaup sitt í júlí í sumar, en aðdáendur þeirra héldu varla vatni árið 2021 þegar parið tilkynnti að þau hefðu fundið ástina að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans