Cristiano Ronaldo Jr. hefur skrifað undir hjá Al Nassri og er samningsbundinn félaginu í eitt ár. Það er sama félag og faðir hans leikur fyrir.
Sá yngri mun leika fyrir U13 ára lið Al-Nassr og gerði aðeins eina kröfu. Það er að klæðast treyju númer sjö.
Ronaldo og hans fjölskylda flutti til Sádí Arabíu í upphafi árs og hefur komið sér vel fyrir.
Cristiano sem eldri er hefur vakið mikla athygli í landinu en hann er 38 ára gamall.
Sá yngri hefur itrekað beðið þann eldri um að spila fótbolta í nokkur ár í viðbót, er það draumur hans að spila með honum áður en hann hættir.
Ronaldo er markahæsti fótboltamaður í heimi árið 2023 og er að skora meira en meðal annars Erling Haaland.