Lionel Messi þénar 2,3 milljarða sem leikmaður í MLS deildinni hjá Inter Miami en þar er ekki öll sagan sögð.
Aðeins er um að ræða laun hans sem leikmanns en þar er hann þó launahæsti leikmaður deildarinnar.
Lorenzo Insigne leikmaður Toronto er sá eini í deildinni sem nartar í hæla hans.
Messi þénar þó miklu meiri upphæð enda fær hann prósentu af hverri seldri treyju og hverri áskrift sem seld er í sjónvarpi.
Þar fær Messi mikla fjármuni en hér að neðan eru tíu launahæstu leikmenn MLS deildarinnar.