Hólmar Örn Rúnarsson er hættur sem aðstoðarþjálfari KA og hefur tekið við sama starfi hjá Keflavík. Félagið staðfestir þetta.
Hólmar Örn starfaði í eitt ár hjá KA en snýr nú heim til uppeldisfélagsins.
Haraldur Freyr Guðmundsson tók við þjálfun Keflavíkur í sumar og fær nú Hólmar til liðs við sig.
Þessi skipti Hólmars hafa legið í loftinu síðustu vikur en hann átti farsælan feril sem leikmaður hjá Keflavík, FH og erlendis.
Keflavík féll í Lengjudeildina í sumar eftir mikil vandræði í Bestu deildinni.