fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sakaður um tugi ofbeldisbrota: Hótaði fangavörðum að hella yfir þá þvagi og troða saur upp í þá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. október 2023 17:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem nýtur nafnleyndar Héraðssaksóknara hefur verið ákærður fyrir gífurlegan fjölda brota sem sögð eru hafa verið framin á árinu 2021.

Í fyrsta kafla ákærunnar er maðurinn sakaður um samtals sex brot gegn fjölda fangavarða og áttu brotin sér annaðhvort stað á Litla-Hrauni eða Fangelsinu Hólmsheiði.

Hann er meðal annars sakaður um að hafa hótað tveimur fangavörðum að hella yfir þá þvagi og troða upp í þá saur. Ennfremur hótaði hann tveimur fangavörðum að berja þá og stinga með vopnum sem hann hafði útbúið sér úr járni af brotnum vaski.

Hann er ennfremur sakaður um að hafa hótað fjölda fangavarða lífláti og að hafa slegið einn með krepptum hnefa í vinstra gagnauga.

Krafist er upptöku á tveimur heimagerðum stunguvopnum úr fórum mannsins.

Í öðrum kafla ákærunnar er hann sakaður um mörg brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambúðarkonu sinni, fyrst og fremst með hótunum um ofbeldi og líflát.

Stórfelld eignaspjöll

Maðurinn er sakaður um stórfelld eignaspjöll í sameign húss þar sem hann sló ítrekað pottum og pönnum í ýmsa muni, með þeim afleiðingum að örbylgjuofn féll í gólfið, skúffur og skápahurðir brotnuðu af og auk þess braut hann eftirlitsmyndavél með því að slá potti í hana.

Hann er einnig sakaður um að hafa skemmt snjallsíma fyrir manni og brotið DVD-spilara.

Þá er hann sakaður um að hafa við annað tækifæri eyðilagt eftirlitsmyndavél og framið ýmis skemmdarverk í sameign húseignar, sérstaklega á innréttingum, skápum og skúffum.

Fyrir hönd konu einnar er krafist skaðabóta af manninum, væntanlega fyrir skemmdarverk, upp á 830 þúsund krónur.

Fyrir hönd fyrrverandi sambýliskonu hans er krafist miskabóta upp á 1,5 milljónir króna.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Málið var þingfest við Héraðdsóm Reykjavíkur þann 17. október.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis