fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Önnur bomba frá Britney – Viðurkennir framhjáhald og staðfestir að Justin hafi hætt með henni á ósmekklegan máta

Fókus
Fimmtudaginn 19. október 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að söngkonan Britney Spears er að gefa út ævisögu sína. Bókin er ekki einu sinni komin út en nú þegar hafa fjölmiðlar fjallað um hverja bombuna á eftir annarri úr bókinni. Til dæmis um þungarrof sem Britney fór í þegar hún var á föstu með söngvaranum Justin Timberlake, hvers konar fíkniefni voru í uppáhaldi hjá henni þegar hún djammaði sem mest, og hvað vakti fyrir henni á þeim tíma sem hún var sjálfræðissvipt.

Þegar Britney var komin upp á stjörnuhimininn var hún í einu frægasta ástarsambandi heimsins á þeim tíma. Hún var á föstu með hjartaknúsaranum Justin Timberlake sem var að gera það gott með drengjasveitinni Nsync. Öllum fannst svo viðeigandi að stórstjörnurnar væru að stinga saman nefjum að ekki var laust við að heimurinn hreinlega legðist í bólið og gréti þegar tilkynnt var um sambandsslitin.

Britney opnar sig um sambandið í bókinni en þar segir hún að Justin hafi sagt henni upp í sms-i. Hún varð eyðilögð og íhugaði hreinlega að segja skilið við stjörnulífið fyrir fullt og allt.

Þær sögusagnir hafa gengið síðan að Britney hafi verið Justin ótrú með danshöfundinum Wade Robson. Eitt frægasta lag Justin, Cry me a river, virtist gefa þeim sögusögnum byr undir báða vængi.

Britney segir í bókinni að myndbandið við lagið hafi komið illa við hana. Þar hafi Justin viljandi fengið leikkonu sem líktist henni, og skýrt tekið fram að þessi þykjustu Britney væri ótrú. Í kjölfarið hafi álit almennings á söngkonunni tekið stakkaskiptum. Hún væri drusla sem hefði brotið hjarta gulldrengsins. Britney segir að hún hafi vissulega kysst dansarann, en hún hafi gert það til að hefna sín eftir að heyra sögur af meintu framhjáhaldi Justin.

Hún hafi í kjölfarið verið þvinguð í frægt viðtal þar sem hún var yfirheyrð um hvers vegna hún hafi valdið hjartaknúsaranum svona gífurlegum sársauka. Það hafi verið faðir Britney og umboðsmaður sem þvinguðu hana í viðtalið en í því hafi hún komist á endastöð.

„Mér fannst ég notuð, eins og ég hafi viljandi verið sett í svona stöðu fyrir framan allan heiminn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun