fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ólafur ósáttur með það hvernig Flosi setti tíðindin um uppsögn í loftið – Skautaði í kringum spurningar varðandi Óskar Hrafn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki er ósáttur með það hvernig félagið stóð að uppsögn hans. Þetta kemur fram í Mín Skoðun á Brotkasti.

Ólafur ræðir þar í fyrsta skipti málin eftir að honum var sagt upp störfum hjá Blikum í sumar.

„Ég er ekki sammála því að mér var sagt upp. Við vorum rétt komnir út í ána og það sem mér hefur sviðið í framhaldinu er atburðarásin og framkvæmdin. Það leið ansi langur tími þar til hlutirnir komust á hreint,“ segir Ólafur í þættinum.

Ólafur segir að sér hafi verið tjáð að ekki væri útilokað að hann yrði endurráðinn en félagið væri hreinlega að skoða stöðu sína og skipulagið til framtíðar.

„Það leið ansi langur tími sem ég var að starfa inn í þennan uppsagnarfrest. það var ekki skýrt hvernig þessar skipulagsbreytingar yrðu. Það var gefið í skyn, engu lofað, en gefið í skyn að mögulega myndi ég halda áfram störfum hjá félaginu í þessu eða einhverju öðru starfi. Ég rukkaði svolítið um svör hvernig það myndi vera.“

Ólafur segir að hann og formaður deildarinnar, Flosi Eiríksson hafi verið á sama máli um hvernig skildi ganga frá málunum ef Ólafur færi frá félaginu. Það hafi hins vegar ekki staðist.

„Þegar átta vikur voru liðnar af þessum uppsagnarfresti og sex eða sjö eftir þá er gengið á formann knattspyrnudeildar af blaðamanni og spurt um þessar sögusagnir sem voru í lofti. Það fer í loftið og þá hafði mér ekki gefist tækifæri til að ræða þau mál við mína nánustu aðra en konuna mína. Það var einn hluti af því sem við vorum búnir að ræða, að þegar og ef kæmi til skilnaðar hvað þetta varðar þá myndum við gera þetta saman. Þá stóð ég eftir með svolítið lítið eftir af uppsagnarfresti og er að leita mér af starfi. Ég var ósáttur með það að það var ekki gengið hreint til verks.“

Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum spurði Ólaf ítrekað út í samstarf hans við Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfara Breiðabliks. Ólafur fór snyrtilega í kringum þær spurningar án þess að svara beint um samstarfið. Háværar sögusagnir hafa verið í gangi um langt skeið að Óskar Hrafn hafi neitað að eiga samskipti við Ólaf undir það síðasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er

Ronaldo opinberar hvert hans nýja verkefni er
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans

Útskýrir hvernig þessi ummæli Ferguson björguðu ferli hans
433Sport
Í gær

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Í gær

Antonio gæti fengið nýjan samning

Antonio gæti fengið nýjan samning