Það verður glatt á hjalla í Gallerí 203 við Skólavörðustíg 20 í dag (föstudag) en þá opnar Eygló Gunnþórsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Eygló Gunn, nýja málverkasýningu.
Eygló er móðir athafnakonunnar þekktu, Ásdísar Ránar, og hafa þær mæðgur unnið mikið saman í gegnum árin.
Eygló hóf að sinna málaralistinni að krafti upp úr aldamótum og hefur haldið nokkrar sýningar. Myndir hennar einkennast meðal annars af glaðlegum litum sem hafa lyft upp sálartetrinu hjá mörgum.
Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag. Staðurinn er sem fyrr segir að Skólavörðustíg 20. Allir eru velkomnir.
Sýningin verður síðan opin 14 til 18 alla daga nema mánudaga og þriðjudaga.