Lionel Messi var boðið að snúa aftur til Barcelona í sumar en hafnaði því. Þetta segir forseti félagsis Joan Laporta.
Hinn 36 ára gamli Messi yfirgaf Börsunga 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins og fór til Paris Saint-Germain. Í sumar fór hann svo til Inter Miami í Bandaríkjunum.
Á dögunum var talið að Messi gæti farið til Barcelona á láni til að halda sér í leikformi fyrst Inter Miami er dottið úr leik í MLS deildinni.
„Við buðum Messi að koma aftur í upphafi tímabils en það áttu engar viðræður sér stað núna,“ segir Laporta.
„Leo tjáði okkur sína ákvörðun og við virtum hana.“