fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Auðkýfingsmálið: Gömul Facebook-færsla lýsir ósætti milli kvennanna sem þáðu 200 milljónir frá erlendum auðmanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. október 2023 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir DV í vikunni um mjög sérstætt skattamál sem varðar samskipti þriggja íslenskra kvenna við erlendan auðkýfing hafa vakið mikla athygli.

Héraðssaksóknari hefur ákært þrjár konur fyrir að hafa ekki gert grein fyrir háum fjárgreiðslum frá manninum sem skattskyldum gjöfum. Samtals hafa konurnar þrjár þegið af manninum um 200 milljónir króna á nokkurra ára tímabil.

Sjá einnig: Þrjár íslenskar konur ákærðar fyrir skattsvik eftir að hafa þegið 200 milljónir frá erlendum auðkýfingi

Sú kona sem fengið hefur mest frá honum, rúmlega 130 milljónir, segir að um lán hafi verið að ræða. Ennfremur hefur hún upplýst að allar skattkröfur vegna málsins hafi verið greiddar. Því sé ákæra Héraðssaksóknara óskiljanleg.

Hinar tvær konurnar eru mæðgur. Sú eldri er á sjötugsaldri en sú yngri á fertugsaldri. Í lok árs 2020 birti dóttirin langa Facebook-færslu sem nú hefur verið eytt, þar sem hún fer hörðum orðum um konuna sem þáði yfir 130 milljónir króna frá manninum.

Þar lýsir hún því yfir að móðir hennar og maðurinn hafi verið vinir frá því um 1990. Þessi gamli vinur móður hennar hafi árið 2015 lýst yfir vilja til að hjálpa henni (þ.e. dótturinni) fjárhagslega, en þá hafi hún átt í basli.

Sjá einnig: Yfirlýsing í auðkýfingsmálinu: Kona sem fékk 130 milljónir svarar fyrir sig

Allar konurnar þrjár hafi síðan farið saman í ferð til Bahama-eyja til að hitta manninn. Þá hafi sú yngsta, sú sem sögð er hafa þegið hæstu fjárhæðina,  verið 19 ára gömul. Konan sem skrifar færsluna sakar þá yngstu um að hafa komið sér í mjúkinn hjá manninum, „fokkað í hausnum á honum“ og þannig fengið hann til að gefa sér stórfé. Hún hafi í leiðinni eyðilagt samskipti mæðgnanna við manninn.

„Ég ætla að byggja mig upp frá núlli og er þakklát fyrir að eiga ekki lengur svona ljótt fólk í kringum mig sem lýgur um sig til að fegra sjálfa sig, en sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið,“ skrifar konan ennfremur um þessa fyrirverandi vinkonu sína.

Ljóst er því að fullkomin vinslit urðu milli kvennanna á sínum tíma eftir samskipti þeirra við auðkýfinginn. Hins vegar herma heimildir DV að þær séu allar mjög ósáttar við ákæruvaldið vegna ákærunnar í málinu, sem þær telja tilhæfulausa, ekki síst vegna þess að allar kröfur skattayfirvalda í málinu hafi verið greiddar upp. Samkvæmt öruggum heimildum DV eru það réttar upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“