fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bresk móðir og elskhugi hennar dæmd til hengingar í Indlandi – Settu svefnlyf í kvöldmat eiginmannsins og myrtu hann

Pressan
Fimmtudaginn 19. október 2023 20:30

Elskendurnir leiddir að dómshúsinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk móðir, Ramandeep Kaur Mann, hefur verið dæmd til dauða í Indlandi, ásamt elskhuga sínum, fyrir að myrða eiginmann sinn Sukhjit Singh árið 2016. Hjónin voru í fríi í Indlandi þegar Mann tók til bragðs að setja svefnlyf í karrýrétt sem hún eldaði handa eiginmanninum í kvöldmat.  Þegar matargestir voru sofnaðir eða orðnir meðvitundarlitlir þá hleypti Mann elskhuga sínum, Gurpreet Singh, inn í húsið.  Slógu þau eiginmanninn í höfuðið með hamri og skáru hann síðan á háls.

 

Sukhjit Singh og Ramandeep Kaur Mann

 

Eina vitnið í málinu var sonur hjónanna, sem þá var níu ára gamall, en hann vaknaði um það leyti sem ódæðið átti sér stað og bar vitni gegn móður sinni og Gurpreet í réttarhöldunum.

Í þeim kom í ljós að elskendurnir ætluðu sér að komast yfir mörg hundruð milljón króna líftryggingu eiginmannsins.

Parið hefur þegar áfrýjað dómnum en verði hann staðfestur þá mega þau búast við því að verða hengd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um