fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ásgeir segir að einmanaleiki meðal eldra fólks sé faraldur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur segir að í raun sé hægt að tala um faraldur á Vesturlöndum þegar kemur að einmanaleika meðal eldra fólks.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í athyglisverðu viðtali við Ásgeir sem birtist á dögunum á vefnum Lifðu núna.

Ásgeir hefur meðal annars stundað rannsóknir á tilfinningalegri einangrun fólks og telur hann að eitthvað gerist innra með okkur þegar við erum komin yfir fimmtugt sem gerir það að verkum að við förum að einangra okkur tilfinningalega og færa sterkustu tengslin á einn aðila.

Í viðtalinu bendir Ásgeir á að einsemd og einmanaleiki sé ekki það sama og skortur á vinum.

„Þú getur átt fullt af svokölluðum vinum án þess að hafa einhvern sem þú getur deilt öllu með. Hvað er skilgreining okkar á einsemd? Hún er sú að hafa engan til að deila með erfiðum tilfinningum. Ef þú getur deilt öllu eða flestu með þó ekki sé nema einum einstaklingi líður þér miklu mun betur en þeim  sem er umkringdur kunningjum. Að hafa gott félagslegt tengslanet kemur aldrei í staðinn fyrir að eiga einhvern að sem þú getur deilt flestu með,“ segir hann.

Ásgeir segir að það sé munur á körlum og konum þegar kemur að þessu.

„Karlar eftir sextugt eiga oft gríðarlegt tengslanet og oft mun meira en konurnar. Þeir eiga fullt af vinum og kunningjum og eru starfandi í klúbbum og félögum en þeir eiga engan sem þeir geta deilt með öllum sínum erfiðleikum og tilfinningum með nema makann, ef þeir eiga maka. Þeir deila flestu með makanum ef þeir á annað borð lifa að verða sextugir og enn í hjónabandi,“ segir Ásgeir hann í viðtalinu og bætir við að þeir séu háðir konunni. Þegar hún fer eru þeir á eigin spýtur.

„Konur á hinn bóginn eru oftar með einhvern annan en maka sinn sem þær deila öllu með. En þetta er að breytast og langt frá því allar konur sem eiga vini samkvæmt þessari skilgreiningu. Með hækkandi aldri fjölgar í þeim hópi fólks sem á enga slíka vini.“

Allt viðtalið má nálgast á vef Lifðu núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi