fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

United gefst upp á Sancho og setur hann á sölu – Virði hans hefur snarlækkað

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. október 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vill losna við Jadon Sancho í janúar og er leikmaðurinn formlega kominn á sölu. Þetta segir í frétt Mirror.

Sancho hefur ekki æft eða spilað með aðalliði United undanfarnar vikur eftir opinbert rifrildi sitt við Erik ten Hag eftir tap gegn Arsenal.

Ten Hag sagðist óánægður með frammistöðu Sancho á æfingum en Englendingurinn ungi svaraði honum fullum hálsi.

Hann fær ekki að snúa aftur til æfinga nema að hann biðjist afsökunar og það vill hann ekki gera, þrátt fyrir að talið sé að liðsfélagar hans hafi hvatt hann til þess.

Það er því útlit fyrir að Sancho hafi spilað sinn síðasta leik fyrir United.

Hann gæti farið strax í janúar og hefur Dortmund verið nefnt til sögunnar sem líklegasti áfangastaðurinn.

Þaðan var Sancho einmitt keyptur til United á 73 milljónir punda sumarið 2021. Ljóst er að virði hans hefur snarlækkað. Samkvæmt Transfermarkt er það í dag um 28 milljónir punda en þegar það stóð hæst var það 113 milljónir punda, vorið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta pirraður eftir leikinn: ,,Aldrei séð svona áður“

Arteta pirraður eftir leikinn: ,,Aldrei séð svona áður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wolves vonast til að fæla Arsenal burt

Wolves vonast til að fæla Arsenal burt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Af hverju gerist þetta varla lengur á Íslandi? – „Þetta horfir þannig við mér“

Af hverju gerist þetta varla lengur á Íslandi? – „Þetta horfir þannig við mér“
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brighton og Arsenal – Nwaneri byrjar

Byrjunarlið Brighton og Arsenal – Nwaneri byrjar
433Sport
Í gær

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“

Gríðarleg bjartsýni fyrir árinu hjá Strákunum okkar – „Ég held við séum að fara í einhverja veislu“