Eins og áður sagði var maðurinn frá Túnis. Þar hafði hann hlotið dóma fyrir líkamsárás og ofbeldisverk.
Samkvæmt heimildum innan ítalska stjórnkerfisins flúði maðurinn frá Túnis til Ítalíu 2011 og eftir það notaðist hann við hin ýmsu nöfn á ferð sinni um fjölda Evrópuríkja.
Í Belgíu var hann grunaður um að stunda mansal og hafði komið við sögu hjá lögreglunni að sögn BBC. Lögreglan ætlaði að handataka hann og yfirheyra í september en tókst ekki að finna hann.
Lögreglan hafði ekki tengt hann við öfgahyggju áður en hann myrti Svíana á götu úti og særði þann þriðja.
Yfirvöld segja að svo virðist sem mennirnir hafi verið myrtir af þeirri ástæðu einni að þeir voru sænskir.