fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Drakk kaffi með „sérstöku aukaefni“ fyrir kynlífið – Skömmu síðar lést hann

Pressan
Fimmtudaginn 19. október 2023 04:30

Það var líklega ekki snjallt að blanda þessu út í kaffið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar karlmenn ná ákveðnum aldri þurfa þeir stundum á aðstoð að halda við að ná reisn þegar kemur að kynlífi. Það er til dæmis hægt að nota stinningarlyfið Viagra í þessum tilgangi. Það gerði 69 ára karlmaður nýlega og blandaði hann lyfinu út í kaffið sitt áður en hann ætlaði að stunda kynlíf.

En þetta reyndist ekki ávísun á gott kynlíf því hann lést skömmu eftir að hann drakk kaffið.

Þetta gerðist á hóteli í Phattahlaung í Indónesíu síðasta laugardag. Maðurinn hafði keypt sér þjónustu vændiskonu og leigt hótelherbergi. En það kom ekki til þess að vændiskonan veitti umsamda þjónustu því maðurinn lést áður en til þess kom. Hún flúði þá í skyndingu.

Daily Star segir að samkvæmt því sem talsmaður lögreglunnar hafi sagt þá hafi verið tilkynnt um andlát mannsins um klukkan 14. Er talið að þá hafi þrjár klukkustundir verið liðnar síðan hann lést. Ekkert bendi til að honum hafi verið ráðinn bani né að hann hafi náð að stunda kynlíf eftir að hafa drukkið kaffið með stinningarlyfinu út í.

Það sem varð honum líklegast að bana er að hann blandaði heilum pakka af Viagra út í kaffið og virðist það hafa riðið líkama hans að fullu.

Þessu til viðbótar fann lögreglan fjóra pakka af Viagra í mótorhjóli mannsins.

Maðurinn hafði komið á hótelið allt að fjórum sinnum í mánuði síðustu mánuði og var alltaf ný kona með í för hverju sinni.

Þennan örlagaríka daga hafði hann pantað herbergi í tvær klukkustundir og með honum var kona á sextugsaldri. Eins og áður sagði lét hún sig hverfa af vettvangi en lögreglan vonast til að geta haft uppi á henni til að heyra frásögn hennar af hvað gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“