fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Handtóku ellilífeyrisþega með offorsi fyrir morðið á eiginkonu hans – Áttuðu sig á að þeir gerðu skelfileg mistök

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. október 2023 19:12

Alfred með brúðkaupsmyndina af þeim hjónum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkillinn Alfred Gee, 87 ára að aldri, gagnrýnir lögreglu og vinnubrögð hennar eftir að sex lögreglumenn réðust inn á heimili hans, handtóku hann og færðu í fangaklefa þar sem hann mátti dúsa í 15 klukkustundir ásakaður um morðið á eiginkonu sinni. 

Hjónin Alfred og Margaret Gee voru gift í 60 ár. Stuttu fyrir handtöku Alfred hafði Margaret verið flutt á sjúkrahús. Fékk Alfred síðan símtal frá lækni eiginkonu sinnar þar sem læknirinn sagði honum að Margaret væri látin. Á meðan að símtalið átti sér var lögreglan að berja á dyr heimilis Gee hjónanna í Manchester í Bretlandi og hóta að brjóta hurðina niður ef Alfred myndi ekki opna.

Var lögregluaðgerðin tilkomin þar sem starfsfólk sjúkrahússins þar sem Margaret var hafði tilkynnt lögreglunni um grunsamlega marbletti á líkama hennar. Var því talið að eiginmaðurinn hefði veitt henni áverkanna áður en hún var flutt á sjúkrahúsið. Líkskoðun staðfesti hins vegar að Margaret hefði látist af náttúrulegum orsökum og Alfreð var sleppt án þess að vera yfirheyrður. Talið var að Margaret hefði fengið marblettina við endurlífgun sem reynd var í 30 mínútur. 

„Lögreglan ruddist inn heima hjá mér og spurði: „Hvað veist þú um þessa marbletti á líkama hennar? Ég sagði, hvaða marbletti? Hún var borin inn í sjúkrabílinn og gamalt fólk fær auðveldlega marbletti. Þetta var áfall lífs míns. Hvernig geta þeir sakað mig um að hafa myrt konuna mína? Í hvers konar heimi búum við? Hvar er samúðin?,“ segir Alfred um handtökuna.

„Ég elskaði konuna mína. Ég er í sorg, heimur minn er hruninn. Og allt þetta vegna þess að þeir fundu eitt mar á hálsi hennar og aðra marbletti á líkama hennar. Þeir girtu húsið af og létu mig ganga niður heimreiðina í handjárnum. Nágrannarnir voru hneykslaðir og trúðu þessu ekki. Þeir lokuðu mig inni með verði yfir mér. Þetta var hræðilegt, hræðilegt.

En þeir töluðu ekkert við mig.  Krufningarskýrslan kom og þá áttuðu þeir sig á því hvað þeir gerðu hræðileg mistök. Lögreglan hefur svívirt nafnið mitt. Mér finnst ég ekki geta búið lengur í húsinu mínu. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim svo lengi sem ég lifi og þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir að biðja mig afsökunar.“

Margrét þjáðist einnig af húðbólgum sem gæti hafa stuðlað að marblettum hennar. Dánarorsök hennar er skráð sem lungnasegarek.

Alfred hefur skilað inn formlegri kvörtun til lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi