Karim Benzema er sakaður af ráðherra í Frakklandi um að hafa tengsl við hryðjuverkasamtök, kemur það eftir stuðning hans við fólk á Gazaströndinni.
Benzema skrifaði í vikunni. „Allar bænir mínar eru hjá fólkinu í Gaza sem eru fórnarlömb þessara sprengjuárása. Þar skiptir engu máli hvort um sé að ræða konur eða börn,“ skrifaði Benzema.
Stríð er nú gangi milli Hamas samtakanna í Palestínu og Ísraels. Við þetta er Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands ekki sáttur.
„Karim Benzema hefur alræmd tengsl eins og við öll vitum við múslímska bræðralagið,“ segir Gerald.
„Með því að skrifa þetta er Benzema bara að gerast sendiherra Hamas samtakanna, Hamas samtökin vilja útrýma Ísrael.“
Benzema spilar í dag með Al Ittihad í Sádí Arabíu en hann hefur verið á meðalst fremstu knattspyrnumanna í heimi undanfarin ár.