fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Manchester United skellir verðmiða á Greenwood fyrir næsta sumar

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hafa æðstu menn Manchester United látið Mason Greenwood vita að hann eigi ekki afturkvæmt til félagsins þegar lánsdvöl hans hjá Getafe er lokið. United er sagt hafa ákveðið verðmiða fyrir næsta sumar þegar félagið ætlar sér að selja hann.

Eins og flestir vita hefur Greenwood ekki spilað fyrir United síðan í byrjun síðasta árs en hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Öll mál gegn honum voru hins vegar látin niður falla síðasta vetur.

United hélt innanbúðarrannsókn um málið en að henni lokinni var ákveðið að Greenwood skildi leita annað.

Hann var lánaður til Getafe á Spáni í sumar en eftir góða byrjun þar fór af stað umræða um að hann gæti snúið aftur til United næsta sumar.

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur honum hins vegar verið tjáð af United að svo verði ekki.

Samningur Greenwood við enska félagið rennur ekki út fyrr en 2025 og þarf það því að finna kaupanda eða lána hann á ný næsta sumar það sem eftir er af samningi hans.

Verði Greenwood seldur er talið að United vilji um 20-25 milljónir evra fyrir hann.

Sjálfur er Greenwood mjög ánægður í herbúðum Getafe og opinn fyrir því að vera þar áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“