Það kom upp afar skondið atvik í útsendingu Channel 4 í gær eftir sigur enska landsliðsins gegn Ítalíu.
Hinn tvítugi Jude Bellingham var frábær í leiknum og mætti hann í útsendinguna eftir leik í viðtal.
Gianfranco Zola ákvað að slá á létta strengi í viðtalinu.
„Ég verð að segja að þetta fær mig til að hlæja því 20 ára gamall var ég enn að drekka mjólk úr móður minni,“ sagði Ítalinn og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.
„Þegar þú varst 20 ára?“ spurði Bellingham og skellihló.
Zola neyddist þá til að leiðrétt sig svo fólk tæki þessu ekki of bókstaflega.
Fair to say we weren't expecting Zola to say this to Bellingham 🤣😳#C4Football | #ENGITA | #EURO2024 pic.twitter.com/8e4pBQyOW7
— Channel 4 Sport (@C4Sport) October 17, 2023