Sandro Tonali er líklega á leið í langt bann frá fótbolta eftir að hafa viðurkennt að hafa veðjað á eigin lið.
Tonali er í dag á mála hjá Newcastle en áttu brotin sér stað er hann var leikmaður AC Milan. Hann veðjaði á að liðið myndi sigra leiki en hann tók ekki þátt í umræddum leikjum sjálfur.
Þetta er hluti af stóru máli sem nú er í gangi á Ítalíu en Nicolo Fagioli hjá Juventus er á leið í sjö mánaða bann frá fótbolta fyrir brot á veðmálareglum og má búast við því að Nicolo Zaniolo hjá Aston Villa fari í langt bann einnig.
Ekki er vitað hvað Tonali fær langt bann en það gæti mildað dóminn að hann hafi verið samvinnufús og viðurkennt brot sín til yfirvalda.