fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ákærður fyrir að stela veski á Lundanum og kaupa sér tvo drykki á 3.000 krónur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 12:39

Maðurinn er sakaður um þjófnað og fjársvik á Lundanum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært erlendan karlmann á þrítugsaldri fyrir þjófnað og fjársvik. Manninum er gert að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2022 stolið seðlaveski af kvenkyns gesti staðarins. Í framhaldinu hafi hann tekið greiðslukort konunnar og keypt sér tvívegis drykki á barnum að fjárhæð 3.000 krónur í heildina.

Hinn meinti þjófur og fjársvikari er með skráð lögheimili í Reykjavík en ekki hefur tekist að birta honum ákæru málsins og því var hún auglýst í Lögbirtingablaðinu. Fyrirtaka í málinu verður þann 14. desember næstkomandi í Vestmannaeyjum og mæti hann ekki til dómþingsins verður það metið til jafns við að hann viðurkenni brot sín.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krefst þess að manninum verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir