Maðurinn sem lést í brunanum á Funahöfða var fæddur árið 1962 og var frá Póllandi. Þetta kemur fram í frétt Vísis nú fyrir stundu.
Rannsókn stendur enn yfir varðandi eldsupptök og skoðar lögreglan nú myndiefni innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Lögregla útilokar ekki að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.
Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, tveggja hæða atvinuhúsnæðis sem stúkað er upp í herbergi og leigt út sem íbúðarhúsnæði. Þrír slösuðust í brunanum en sá sem lést var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp og lést hann af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítalans. Hinir hlutu reykeitrun og voru útskrifaðar Landspítalans skömmu síðar og eru á batavegi.
Húsið er að mestu í eigu tveggja félaga, sem eru svo í eigu þriggja manna. Þeir eru Pétur Árni Jónsson, aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jón Einar Eyjólfsson, stjórnarformaður ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnar Hauksson, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU.