Fjölmiðlar vestanhafs greina frá fregnunum og segist Page Six hafa fengið þetta staðfest úr mörgum áttum.
Þær eru báðar tiltölulega nýskildar. Sophia Bush sótti um skilnað frá Grant Hughes í ágúst, eftir rúmlega árs hjónaband. Ashlyn Harris sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Ali Krieger, í september eftir fjögurra ára hjónaband.
Þær hafa verið vinkonur í mörg ár og samkvæmt heimildum People fóru þær á fyrsta stefnumótið fyrir nokkrum vikum.
Mynd af nýja stjörnuparinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, en það var kanadíski leikmaðurinn Selenia Iacchelli sem birti myndina fyrst á samfélagsmiðlum.
„Þetta er mjög nýtt en þær eru klárlega par,“ sagði heimildamaður Page Six.
Bush, 41 árs, og Harris, 37 ára, komu báðar fram í pallborðsumræðum á auglýsingarhátíð Cannes Lions í júní og segja heimildarmenn Page Six að þá hafi kviknað neistar á milli þeirra. Hvorugar hafa tjáð sig opinberlega um málið en heimildamaður People segir að þó svo að Harris hafi sótt um skilnað í september þá hafi hún og Ali búið í sitthvoru lagi síðan í sumar.
Harris á tvö börn með eiginkonu sinni.