Þetta var gert í skýrslu frá fyrirtækinu árið 2017 en Buzzfeed skýrði frá henni. Í skýrslunni kom fram að Trump hefði tekið þátt í afbrigðilegum kynlífsathöfnum sem hefðu gefið Rússum tækifæri til að afla sér gagna sem þeir geti síðan notað til að kúga Trump.
Eigandi Orbis Business Intelligence er fyrrum breski njósnarinn Christopher Steele.
Sky News segir að Trump hafi stefnt fyrirtækinu og fari fram á bætur vegna meintra brota þess á breskum persónuverndarlögum.
Í skriflegri yfirlýsingu frá Trump segir að í skýrslu Orbis séu settar fram margar rangar og skáldaðar ásakanir. Trump segist ekki hafa tekið þátt í „afbrigðilegu kynlífi, þar á meðal leigu vændiskvenna, í forsetasvítunni á hóteli í Moskvu“, né tekið þátt í kynlífspartíum í St Pétursborg.