fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Siggi Höskulds hættir hjá Val og tekur við Þór

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari Vals. Félagið staðfestir þetta nú rétt í þessu og segir jafnframt að hann sé að gerast þjálfari Þórs. Akureyrarfélagið greinir einnig frá þessu.

Þetta hefur legið í loftinu en hefur nú verið staðfest.

Sigurður yfirgaf Leikni, þar sem hann var aðalþjálfari, í fyrra og hefur síðan verið aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar hjá Val.

Nú heldur hann til Þórs í Lengjudeildinni og verður því aðalþjálfari á ný. Hann gerir þriggja ára samning.

Þór hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildar karla á síðustu leiktíð og ætlar sér stærri hluti á næsta ári.

Yfirlýsing Vals
Sigurður Höskuldsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla Vals hefur óskað eftir að láta af störfum. Sigurður gekk til liðs við Val frá Leikni Reykjavík fyrir s.l keppnistímabil og hefur sýnt og sannað að þar er á ferðinni frábær þjálfari, góður einstaklingur og félagi. Sigurður tekur við sem aðalþjálfari Þórs Akureyri og óskum við honum velfarnaðar í leik og starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki