Þetta hefur legið í loftinu en hefur nú verið staðfest.
Sigurður yfirgaf Leikni, þar sem hann var aðalþjálfari, í fyrra og hefur síðan verið aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar hjá Val.
Nú heldur hann til Þórs í Lengjudeildinni og verður því aðalþjálfari á ný. Hann gerir þriggja ára samning.
Þór hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildar karla á síðustu leiktíð og ætlar sér stærri hluti á næsta ári.
Yfirlýsing Vals
Sigurður Höskuldsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla Vals hefur óskað eftir að láta af störfum. Sigurður gekk til liðs við Val frá Leikni Reykjavík fyrir s.l keppnistímabil og hefur sýnt og sannað að þar er á ferðinni frábær þjálfari, góður einstaklingur og félagi. Sigurður tekur við sem aðalþjálfari Þórs Akureyri og óskum við honum velfarnaðar í leik og starfi.