Áhrifavaldurinn Ivana Knoll sló í gegn fyrir tæpu ári síðan á HM í Katar. Öðlaðist hún þar miklar vinsældir á samfélagsmiðlum sem enn eru til staðar, en hún er með meira en 3 milljónir fylgjenda þar.
Knoll studdi Króatíu dátt í Katar og vakti athygli fyrir ansi léttan klæðaburð í landi þar sem það þykir ekki æskilegt.
Hún birtir reglulega djarfar myndir en á dögunum birti hún mynd sem skar sig úr. Myndin er djörf eins og aðrar myndir en munurinn á henni og öðrum myndum er að hún er teiknuð.
Hefur hún engu að síður vakið gríðarlega athygli. Myndin er hér að neðan.