fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Allt að 500 manns taldir hafa látist í loftárás á spítala á Gaza

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. október 2023 18:52

Skjáskot cnn.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar um allan heim greina nú frá því að allt að 500 manns hafi látið lífið í loftárás ísraelska hersins á spítala á Gaza-svæðinu.

Í fréttum BBC kemur fram að herinn segist vera með atvikið til rannsóknar. Talsmenn Hamas sem farið hefur með stjórn Gaza undanfarin ár að árásin sé hreinræktaður stríðsglæpur. Spítalinn hafi hýst hundruðir veikra einstaklinga og manna sem hafi neyðst til að flýja heimili sín vegna árása Ísraelshers. Hundruð séu föst undir braki úr byggingunni sem hýsti spítalann.

Á myndum af vettvangi má sjá blóði drifna einstaklinga borna út úr brakinu og lík liggja í því miðju.

Læknir á spítalanum sem BBC ræddi við segir algjöra örvæntingu og ringulreið ríkja á staðnum. Alls hafi 4.000 manns nýtt spítalann sem skjól undan fyrri árásum. Hann segir 80 prósent spítalans óstarfhæfan og hundruðir manna hafa slasast eða látist í sprenginunni.

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Í fréttum CNN kemur fram að heilbrigðisyfirvöld á Gaze segi að fyrsta mat á fjölda fallinna bendi til að 200-300 manns hafi látist. Ísraelski herinn segist nú rannsaka atvikið og vill meina að enn sem stendur sé ekki ljóst hvort að spítalinn varð fyrir sprengju frá ísraelska flughernum eða misheppnuðu eldflaugaskoti Hamas.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“