Ítalska stórveldið Inter hefur áhuga á að fá Armando Broja, framherja Chelsea. Þetta segir í frétt ítalska miðilsins Gazzetta dello Sport.
Broja er 22 ára gamall og þykir líklegt að hann fái meiri spiltíma hjá Inter en Chelsea. Myndi hann fara til Ítalíu á láni.
Kappinn hefur skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann sýndi flotta spretti á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð.
Broja er fæddur á Englandi en spilar fyrir albanska landsliðið. Þar hefur hann skorað 4 mörk í 17 A-landsleikjum.