fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Íslenska lífeyriskerfið er í fremstu röð – í öðru sæti á eftir Hollandi í alþjóðlegri vísitölu

Eyjan
Þriðjudaginn 17. október 2023 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lífeyriskerfið er í öðru sæti, á eftir Hollandi í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í morgun. Ísland er eitt fjögurra landa sem fær einkunnina A, en auk Íslands og Hollands fá Danmörk og Ísrael A í einkunn.

Ísland tók í þriðja sinn þátt í vísitölunni þar sem gerður er samanburður á lífeyriskerfum 47 ríkja. Ísland fékk A einkunn ásamt Hollandi, Danmörku og Ísrael. Í skýrslu Mercer gefur A-einkunn til kynna „fyrsta flokks og öflugt lífeyriskerfi sem tryggir góð réttindi, er sjálfbært og sem traust ríkir um.“

Góð heildarútkoma íslenska kerfisins

Niðurstöður vísitölunnar voru birtar 17. október og heildareinkunn íslenska lífeyriskerfisins er 83,5 stig. Góð heildarútkoma Íslands liggur í því að Ísland fær A einkunn í öllum þremur grunnþáttum en einu löndin sem fá A-einkunn fyrir alla þrjá grunnflokka vísitölunnar – sjálfbærninægjanleika og traust – eru Holland og Ísland.

Samanburður lífeyriskerfa í Mercer vísitölunni byggist annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnuninni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum.

Alþjóðleg vísitala sem metur lífeyriskerfi mismunandi landa

Ísland er nú í fyrsta sinn meðal þeirra landa sem tekur þátt í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu Mercer-CFA Institute. Vísitalan metur heildarlífeyriskerfi mismunandi landa og í ár taka 43 lönd þátt í vísitölunni.

Með þátttöku Íslands í vísitölunni gefst tækifæri til að fá staðlaðan samanburð á íslenska lífeyriskerfinu við önnur lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin en þau hafa verið þátttakendur undanfarin ár.

Mercer er ráðgjafafyrirtæki sem stendur fyrir útgáfu vísitölunnar í samstarfi við eftirfarandi stofnanir:

  • CFA Institute sem er óhagnaðardrifin samtök fjárfesta um ábyrgar fjárfestingar.
  • Monash Centre for Financial Studies (MCFS) sem er stofnun innan Monash háskólans í Melbourne.
  • Alþjóðleg ráðgjafanefnd sérfræðinga undir forystu MCFS tryggir sjálfstæði og hlutleysi við mat á lífeyriskerfum mismunandi landa.

Í vísitölunni taka þátt 43 lönd úr öllum heimsálfum. Norðurlöndin taka öll þátt í vísitölunni og gefst nú Íslandi tækifæri til að bera sig saman við þau ásamt fjölmörgum öðrum löndum innan Evrópu og víðar.

Nægjanleiki, sjálfbærni og traust eru grunnþættir vísitölunnar

Niðurstöðurnar byggja að mestu á opinberum gögnum frá OECD og Eurostat en einnig er rætt við sérfræðinga í hverju landi til að fá sem gleggsta mynd af lífeyriskerfum landanna.

Á síðasta ári voru Danmörk og Holland einu löndin sem fengu A einkunn. A einkunn segir til um að lífeyriskerfið innan landsins sé fyrsta flokks, greiði góðan lífeyri, sé sjálfbært til langs tíma og að kerfið njóti trausts. Norðurlöndin utan Danmerkur fengu B einkunn á síðasta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast