Valur mætir St. Pölten í síðari leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Von Íslandsmeistaranna um að komast áfram er vægast sagt veik.
Fyrri leiknum hér heima lauk 0-4 fyrir austurríska liðið sem er því komið með níu tær í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Miði er þó möguleiki og þurfa Valskonur að freista þess að vinna upp forskotið seinni partinn á morgun.
Leikurinn hefst klukkan 17 á íslenskum tíma.