Knattspyrnustjórinn geðþekki Jose Mourinho gæti fært sig um set næsta sumar. Gæti hann haldið í peningana í Sádi-Arabíu ef marka má nýjustu fréttir.
Samningur Mourinho hjá Roma rennur út í lok leiktíðar og er alls ekki víst að hann verði framlengdur. Ítalska félagið er sagt horfa á aðra kosti.
Nú segir í mörgum miðlum að Al Hilal í Sádi-Arabíu undirbúi risastórt tilboð fyrir Mourinho fyrir næsta sumar. Myndi hann þá taka við sádiarabíska félaginu fyrir næstu leiktíð.
Fjöldi stórstjarna hefur farið til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði og yrði Mourinho enn eitt nafnið á þeim lista.