fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Svívirðileg framkoma við gestkomandi barn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. október 2023 20:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. október var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni sem ákærður er fyrir hegningalaga- og barnaverndarlagabrot.

Ákæran er í þremur liðum og er maðurinn í fyrsta lagi sakaður um kynferðislega áreitni gegn barni með því að hafa brotið gegn 14 ára stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Er hann sagður hafa strokið henni ítrekað utan og innan klæða á brjóstum, snert rass hennar ítrekað utan og innan klæða, snert ítrekað kynfærasvæði hennar utan klæða og snert í eitt skipti ofan við kynfærasvæði hennar innan klæða, ítrekað slegið á rass hennar og klipið í hann.

Í öðru lagi er maðurinn sakaður um að hafa viðhaft kynferðislegt tal við stúlkuna og þannig sært blygðunarsemi hennar. Einnig hafi hann sýnt henni ósiðlegt athæfi með því að segja við hana að hann vildi að hún gæti gist svo hann gæti tekið hana inn í herbergi til sín. Enn fremur hafi hann nefnt að hún væri með flottan rass, hún væri með falleg augu; og hafi hann einnig strokið hár hennar.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um brot á barnaverndarlögum með því að hafa hvatt stúlkuna til fíkniefnaneyslu með því að bjóða henni kannabis og síðan látið hana hafa það.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar er krafist 2,5 milljóna króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans