Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg var handtekin af Lundúnalögreglunni í dag eftir að hún slóst í hóp með mótmælendum sem tóku sér stöðu fyrir utan ráðstefnu hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum.
Handtakan virtist ekki fá mikið á Thunberg sem brosti þegar hún var leidd inn í lögreglubíl.
Töluverður fjöldi mótmælenda var á svæðinu en ráðstefnan fór fram á Hotel Park Lane.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvers vegna Thunberg var handtekin. Mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að ráðstefnugestir kæmust inn og hrópuðu ýmis slagorð að gestum.
Meðfylgjandi myndband er frá Mail Online:
Breaking: @GretaThunberg has just been arrested protesting in London
She was among hundreds of protesters outside the Energy Intelligence Forum (a conference formerly known as Oil & Money) where many senior oil and gas execs are speaking today pic.twitter.com/CwrWSDwG1c
— Emily Gosden (@emilygosden) October 17, 2023