fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Öfgaflokkur með mikinn stuðning meðal Pólverja á Íslandi – Sérstaklega í Reykjanesbæ

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. október 2023 13:00

Kryzstof Bosak er einn af leiðtogum öfgaflokksins Sambandsins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgahægriflokkurinn Sambandið fékk rúmlega tvöfalt meira fylgi á meðal Pólverja á Íslandi en í Póllandi í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudag. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti beið afhroð.

Tæplega 6 þúsund Pólverjar á Íslandi kusu í þingkosningunum, í fimm kjördeildum. Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Akureyri og Vík í Mýrdal. Niðurstöðurnar hér voru nokkuð á skjön við heildarúrslit kosninganna.

 

Stjórnarflokkurinn beið afhroð

Eins og fram hefur komið missti stjórnarflokkurinn, hægri pópúlistaflokkurinn, Lög og réttlæti hreinan meirihluta sinn sem hann hefur haft undanfarin tvö kjörtímabil. Flokkurinn fékk aðeins 35,4 prósenta fylgi og útlit er fyrir að hann verði í stjórnarandstöðu.

Á Íslandi fékk Lög og réttlæti hins vegar aðeins 10,1 prósenta fylgi. Mest fylgi fékk flokkurinn í Hafnarfirði, 12 prósent, en innan við 6 prósent í Vík. Í síðustu þingkosningum, árið 2019, studdu 17 prósent Pólverja á Íslandi flokkinn.

Öfgamenn með mikið fylgi

Pólverjar á Íslandi eru hins vegar mun hrifnari af Sambandinu, sambandi flokka hægri öfgamanna. Flokkurinn fékk aðeins rúmlega 7 prósenta fylgi í heildarkosningunni en á Íslandi fékk hann 15,4 prósent.

Flokkurinn tekur til dæmis mjög harða afstöðu gegn innflytjendum, hinsegin fólki og Evrópusambandinu og vill algjört bann við þungunarrofi. Þá hafa flokksmenn orðið uppvísir að gyðingahatri.

Sambandið fékk mest fylgi hjá Pólverjum í Reykjanesbæ, 18,1 prósent, og er næst stærsti flokkurinn þar. Í Hafnarfirði fékk Sambandið 16 prósenta fylgi, rúmlega 14 prósenta í Reykjavík en tæplega 14 prósent á Akureyri og Vík.

Pólverjar á Íslandi eru langhrifnastir af Donald Tusk og Borgaravettvangi hans. Mynd/Getty

Frjálslyndir og vinstrimenn sigurvegarar

Helstu sigurvegarar kosninganna á Íslandi eru Borgaravettvangurinn, sem Donald Tusk leiðir, og bandalag vinstri manna, eða Nýja vinstrið.

Hinn frjálslyndi Borgaravettvangur fékk rúmlega 35 prósent atkvæða á Íslandi, en tæplega 31 prósent ytra. Flokkurinn var langstærstur í öllum kjördæmum og fékk mest fylgi á Akureyri, 36,5 prósent.

Vinstrimenn töpuðu fylgi í heildarkosningunni og fengu aðeins 8,6 prósent. Pólverjar á Íslandi eru hins vegar mun vinstrisinnaðri því að Nýja vinstrið fékk 20,7 prósent hér. Mest á Akureyri, 25,2 prósent, en minnst í Reykjanesbæ, 16,4 prósent.

Þriðja leiðin, evrópusinnað bandalag miðjumanna, fékk 14 prósent hér á landi sem er mjög svipað hlutfall og í heildarkosningunni. Mest fylgi fékk flokkurinn á Vík, 16,2 prósent.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti