Það eru ansi miklar líkur á því að Harry Maguire fari frá Manchester United í janúar þegar félagasiptaglugginn opnar. Hann þarf að spila meira til að halda sæti sínu í enska landsliðinu.
Maguire gat farið til West Ham í sumar en náði ekki saman við United og West Ham um hvernig launakjör hans gætu haldist þau sömu.
Nú segir Talksport frá því að AC Milan hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar.
Milan hefur góða renyslu af því að kauap enska varnarmenn en Fikayo Tomori kom frá Chelsea og hefur átt góð ár á Ítalíu.
Maguire vill helst vera áfram hjá United en er meðvitaður um það að hann þarf að spila meira, breytist það ekki hjá United á næstu mánuðum þarf hann líklega að fara.