Fyrrum unnusta Raheem Sterling og Mario Balotelli er látin, Tabby Brown sem starfaði sem fyrirsæta lést 38 ára gömul
Ensk blöð segja frá andláti hennar en hún átti í ástarsambandi við Sterling og Balotelli þegar þeir voru leikmenn Manchester City.
Tabby Brown og Balotelli voru par árið 2011 og voru þá saman í tæpt ár. Tabby og Sterling voru svo saman í kringum árið 2016 þegar hann var leikmaður City.
Tabby Brown starfaði sem fyrirsæta og var meðal annars að vinna fyrir Playboy. Hún var mikið að sitja fyrir í auglýsingum og starfaði fyrir Canon, Virgin Atlantic, AXE og Lynx.
Ensk blöð segja dánarorsök ekki liggja fyrir en mikið af þjóðþekktu fólki í Bretlandi hefur sent fjölskyldu Tabby Brown samúðarkveðjur.