Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool var brjálaður yfir vellinums sem Grikkir buðu upp á í sigri Hollands í gær.
Van Dijk skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum.
Fyrr í leiknum hafði Wout Weghorst klikkað á vítapunktinum en Hollendingar eru að berjast við Grikki um annað sætið í riðlinum og miða beint inn á EM.
„Hefur þú séð völlinn? Þetta er hryllingur,“ sagði Van Dijk eftir leik og var ekki skemmt.
„Það er gjörsamlega ótrúlegt að svona vellir séu leyfðir miðað við getustigið sem við erum að spila á.“