Leroy Sane er sagður efstur á óskalista Liverpool í sumar en FC Bayern veit af því að Sane hefur áhuga á að snúa aftur til Englands.
Samkvæmt fréttum á Englandi í dag eru forráðamenn Liverpool nokkuð öruggir á því að Mohamed Salah fari frá félaginu næsta sumar.
Salah er mjög eftirsóttur af liðum í Sádí Arabíu og gæti komið tilboð sem Liverpool getur varla hafnað.
Sane átti góða tíma hjá Manchester City en vildi á þeim tíma fara aftur heim til Þýskalands.
Sane hefur talað vel um Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í gegnum tíðina og er það sagt hjálpa enska félaginu ef félagið vill krækja í þýska landsliðsmanninn.
Liverpool hafnaði 150 milljóna punda tilboði í Salah í sumar frá Al Ittihad en búist er við svipuðu tilboði næsta sumar.