Samkvæmt Þungavigtinni þá hefur Rúnar Kristinsson fundað með Fram og kemur til greina sem næsti þjálfari liðsins samkvæmt þættinum.
Rúnar hætti sem þjálfari KR eftir tímabilið en samningur hans rann út og ákvað stjórn félagsins ekki að framlengja hann.
Ragnar Sigurðsson kláraði tímabilið sem þjálfari Fram en óvíst er hvort að hann haldi áfram.
Rúnar hefur verið afar farsæll þjálfari hjá KR en hann hefur einnig stýrt Lokeren og Lilleström í atvinnumennsku.
Fram hélt sæti sínu í Bestu deildinni annað árið í röð og skoðar nú að fá Rúnar til starfa, hafi hann áhuga til.