fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Sat saklaus í fangelsi í 16 ár – Skotinn til bana í gær af lögreglumanni í umferðareftirliti

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonard Allen Cure, 53 ára Bandaríkjamaður, var skotinn til bana af lögreglumanni í Georgíuríki í gær. Cure sat saklaus í fangelsi í Flórída í sextán ár eftir að hafa verið sakfelldur fyrir vopnað rán árið 2003.

Sakfellingin á sínum tíma byggði á afar veikum grunni og virtist það ekki skipta neinu máli að hann hefði örugga fjarvistarsönnun á þeim tíma sem ránið var framið. Hann hafði þó áður komist í kast við lögin vegna ráns og hlotið dóm fyrir. Honum var sleppt úr fangelsi í apríl árið 2020.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Cure hafi verið stöðvaður af lögreglu í reglubundnu umferðareftirliti í gær.

Lögreglumaðurinn er sagður hafa beðið hann um að stíga út úr bifreiðinni sem hann og gerði. Hann brást hins vegar illa við þegar lögreglumaðurinn tjáði honum að hann væri handtekinn. Fór svo að lögreglumaðurinn beitti rafbyssu gegn honum en það dugði ekki til að yfirbuga hann. Dró lögreglumaðurinn að lokum upp skotvopn sem hann beitti gegn Cure. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að bifreið Cure var stöðvuð.

Seth Miller, framkvæmdastjóri Innocent Project í Flórída, staðfesti andlát Cure við AP-fréttastofuna. Samtökin, sem aðstoða fanga sem hafa verið dæmdir ranglega við að sanna sakleysi sitt, aðstoðuðu Cure í málinu á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi