fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Netflix fer inn á ótroðnar brautir og opnar verslanir

Pressan
Þriðjudaginn 17. október 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Netflix hefur vanið okkur á hið góða líf í sófanum með gríðarlegu framboði af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. En streymisveitan lætur ekki þar við sitja og vill nú koma viðskiptavinum sínum upp úr sófanum og út fyrir hússins dyr.

Fyrirtækið stefnir á að opna verslanir árið 2025 og munu þær heita Netflix House. Bloomberg skýrir frá þessu. Í fyrstu verða þessar verslanir aðeins í Bandaríkjunum en stefnt er að því að færa kvíarnar út eftir því sem tíminn líður og opna í öðrum löndum.

Þá er stóra spurningin auðvitað, hvað verður selt í þessum verslunum? Svarið er að þar verður ýmis varningur tengdur því efni, sem Netflix býður upp á, seldur. En það verður einnig hægt að kaupa sér máltíð þar og einnig verða verslanirnar notaðar fyrir viðburði tengda ákveðnum kvikmyndum eða þáttaröðum.

Josh Simon, aðstoðarforstjóri neytendaafurða hjá Netflix, sagði í samtali við Bloomberg að fyrirtækið sjái að aðdáendur taki miklu ástfóstri við kvikmyndir og þáttaraðir og af þeim sökum hafi fyrirtækið lengi hugsað um hvernig sé hægt að bæta enn meira við þessa upplifun.

En hann skýrði ekki nánar hvernig þessu verður háttað og því verða Netflix-aðdáendur að bíða enn um sinn eftir nánari upplýsingum.

Ekki er langt síðan Netflix hætti að leigja DVD-diska út en slík útleiga var upphafið að rekstri fyrirtækisins fyrir aldarfjórðungi. Síðan þróaðist þetta yfir í streymisveitu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi