Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, lék sinn fyrsta fótboltaleik í tæpa fimm mánuði í kvöld þegar hann kom við sögu gegn Liechtenstein.
Fyrirliðinn kom við sögu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum og var sáttur með að hafa komið til baka.
„Mér leið mjög vel, manni kitlaði að koma inná. Gott að koma aftur á Laugardalsvöllinn, maður á svo góðar minningar hérna,“ sagði Aron eftir leik.
„Síðustu mánuðir hafa reynt á, það er búið að vera erfitt að koma til baka úr þessum meiðslum.
„Þetta var virkilega ljúft að koma inn og ná mínútum í kroppinn.“
Gylfi Þór Sigurðsson bætti markametið í kvöld. „Hann hefur reynst okkur vel, það er gott að fá hann til baka. Hann gefur aukinn gæði og gefur strákunum sem er að stíga sín fyrstu skref kraft,“ segir Aron.
Viðtalið er í heild hér að neðan.