fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Stór skellur – Þið skuldið 4.000 milljarða í skatt

Pressan
Þriðjudaginn 17. október 2023 07:00

Michael Bloomberg gaf langmest á síðasta ári til góðgerðarmála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að verðmæti fyrirtækis sé tugir þúsunda milljarða þá hlýtur það samt sem áður að finna fyrir því þegar það fær reikning upp á 4.000 milljarða.

Þetta er staðan sem er uppi hjá Microsoft því nú hefur bandaríski skatturinn, IRS, komist að þeirri niðurstöðu eftir margra ára rannsókn að tölvurisinn hafi greitt sem nemur um 4.000 milljörðum íslenskra króna of lítið í skatt á níu ára tímabili. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að Microsoft láti þetta nú ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu og hafi í hyggju að takast á við þessa kröfu IRS með öllum hugsanlegum ráðum og getur málið því dregist á langinn árum saman.

Í tilkynningu frá Microsoft kemur fram að fyrirtækið sé sannfært um að það hafi alltaf fylgt reglum IRS og greitt þann skatt sem því bar hverju sinni, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Einnig kemur fram að fyrirtækið sé reiðubúið til að fara með málið fyrir dóm ef þörf krefur.

Tilkynning IRS kemur á sama tíma og Microsoft er að ganga frá stórviðskiptum. Eftir 20 mánaða samningaviðræður liggur nú fyrir að Microsoft muni kaupa Activision Blizzar fyrir um 69 milljarða dollara.

Ferlið hefur verið langt og strangt, meðal annars vegna deilna Microsoft og bandaríska samkeppniseftirlitsins sem hefur margoft stöðvað kaupin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“