Þetta er staðan sem er uppi hjá Microsoft því nú hefur bandaríski skatturinn, IRS, komist að þeirri niðurstöðu eftir margra ára rannsókn að tölvurisinn hafi greitt sem nemur um 4.000 milljörðum íslenskra króna of lítið í skatt á níu ára tímabili. CNN skýrir frá þessu.
Fram kemur að Microsoft láti þetta nú ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu og hafi í hyggju að takast á við þessa kröfu IRS með öllum hugsanlegum ráðum og getur málið því dregist á langinn árum saman.
Í tilkynningu frá Microsoft kemur fram að fyrirtækið sé sannfært um að það hafi alltaf fylgt reglum IRS og greitt þann skatt sem því bar hverju sinni, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum. Einnig kemur fram að fyrirtækið sé reiðubúið til að fara með málið fyrir dóm ef þörf krefur.
Tilkynning IRS kemur á sama tíma og Microsoft er að ganga frá stórviðskiptum. Eftir 20 mánaða samningaviðræður liggur nú fyrir að Microsoft muni kaupa Activision Blizzar fyrir um 69 milljarða dollara.
Ferlið hefur verið langt og strangt, meðal annars vegna deilna Microsoft og bandaríska samkeppniseftirlitsins sem hefur margoft stöðvað kaupin.