Tyrkir hafa komið í veg fyrir aðild Svía í 16 mánuði og nú virðist þolinmæði annarra aðildarríkja vera við það að vera þrotin.
Með Bandaríkin í fararbroddi hvetja nokkur aðildarríki NATO nú Recep Tayipp Erdogan, forseta Tyrklands, til að standa við þau loforð sem hann gaf á leiðtogafundi NATO í júlí og hleypa Svíum inn í bandalagið.
Sami þrýstingur er á Ungverjaland sem hefur heldur ekki samþykkt aðild Svía en það hafa öll hin 29 NATO-ríkin gert fyrir löngu síðan.
Þessi nýi þrýstingur á Tyrki kemur í kjölfar fundar varnarmálaráðherra ríkjanna í Brussel nýlega en þar kom berlega í ljós að pirringur er meðal margra vegna þess að tyrkneska þingið hefur ekki samþykkt aðild Svía þrátt fyrir ítrekuð loforð Erdogan þar um.