Það er Bellingham æði í Madríd eftir að Jude Bellingham kom til félagsins í sumar og fór að standa sig með miklum ágætum.
Jude var keyptur frá Borussia Dortmund og hefur slegið í gegn á Santagio Bernabeu á fyrstu vikum mótsins.
Nú segja spænskir miðlar að forráðamenn Real Madrid séu farnir að skoða Jobe Bellingham, 18 ára bróðir Jude.
Jobe var keyptur til Sunderland í sumar en útsendarar Real Madrid fóru á leik hjá U19 ára landsliði Englands í síðustu viku.
Þar átti Jobe frábæran leik í 0-0 jafntefli gegn Svartfjallalandi og eru forráðamenn Real sagðir spenntir og skoða það að kaupa hann.