fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Einkunnir þegar Ísland vann öruggan sigur – Gylfi Þór langbestur þegar hann bætti markametið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. október 2023 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók á móti Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi átt þennan leik með húð og hári. Það tók þó smá tíma að brjóta ísinn en það gerði Gylfi Þór Sigurðsson með marki af vítapunktinum á 22. mínútu. Hans fyrsta mark með liðinu í um þrjú ár.

Það liðu aðrar 22 mínútur fram að næsta marki en þá skoraði Alfreð Finnbogason eftir laglegt spil og staðan í hálfleik var 2-0.

Á 49. mínútu var Gylfi á skotskónum á ný þegar hann skoraði þriðja markið. Með því varð hann markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 27 mörk.

Hákon Arnar Haraldsson átti eftir að bæta við fjórða markinu en það gerði hann á 63. mínútu með frábærri afgreiðslu. Staðan 4-0 og urðu það lokatölur.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson 8
Gerði sig stóran og breiðan þegar gestirnir fengu vítaspyrnu. Varði vel en spyrnuna þurfti að endurtaka þar sem leikmenn voru komnir í teiginn, þá skutu gestirnir langt framhjá.

Alfons Sampsted 6
Gerði klaufalega í vítinu sem Liechtenstein fékk en gerði annað vel

Sverrir Ingi Ingason 6
Stýrði vörninni vel þar sem lítið var að gera

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Gerði allt sem hann þurfti að gera en það var lítið eins og fyrir aðra varnarmenn

Kolbeinn Birgir Finnsson 7
Fínn leikur hjá Kolbeini sem er að eigna sér stöðu vinstri bakvarðar.

Willum Þór Willumsson (´58) 6
Gerði vel í að leggja upp markið á Alfreð en var þess utan lítið með í sóknarleiknum.

Arnór Ingvi Traustason (´80) 7
Hélt stöðu vel og leyfði öðrum mönnum að æða fram í sóknarleikinn. Gerði vel í nokkrum uppbygginum sókna.

Gylfi Þór Sigurðsson (´58) 9
Gjörsamlega allt í öllu í leik liðsins, skoraði tvö og bætti markametið. Var með mikla orku og vildi svo sannarlega nýta kvöldið vel. Frábær styrkur fyrir liðið að fá hann aftur.

Jón Dagur Þorsteinsson (´80) 7
Gerði vel í að leggja upp markið á Hákon.

Hákon Arnar Haraldsson 8
Spilaði boltanum mikið fram á við en helst til of margar sendingar rötuðu ekki rétta leið framan af leik. Var frábær eftir að hann fór framar á völlinn og kláraði færið afar vel.

Alfreð Finnbogason (´58) 7
Var ekki mikið í boltanum en skoraði laglegt mark eins og góður framherji gerir.

Varamenn:

Orri Steinn Óskarsson (´58) 6
Kom vel inn í leikinn og kom sér í færi.

Ísak Bergmann Jóhannesson (´58) 6
Virkilega sterk innkoma, mikið í boltanum og var með mikla orku.

Mikael Neville Anderson (´58) 6
Traustur leikmaður sem gerði sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“