Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að bæta markametið hjá íslenska landsliðinu en hann skoraði sitt annað mark gegn Liechtenstein nú rétt í þessu.
Um var að ræða 27 mark Gylfa fyrir Ísland og annað mark hans í leiknum í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu báðir 26 mörk fyrir íslenska liðið.
Gylfi jafnaði metið með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og hamraði svo boltann í netið í þeim síðari.
Gylfi er að spila sinn 80 landsleik fyrir Ísland en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur hans í þrjú ár.
Markið er hér að neðan en þar má einnig sjá fyrra markið.
⚽️ 𝐆𝐎𝐀𝐋 | Iceland 3-0 Liechtenstein | Gylfi Sigurðsson#ICELIE #Iceland #Liechtenstein #EURO2024 #ISLLIEpic.twitter.com/vQTx53YyWR
— All World Goal (@allworldgoal) October 16, 2023
⚽️ 𝐆𝐎𝐀𝐋 | Iceland 1-0 Liechtenstein | Gylfi Sigurðssonpic.twitter.com/RF07d9VBpz
— FootColic ⚽️ (@FootColic) October 16, 2023